Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja 30. mars 2007 20:15 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa. Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa.
Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira