Innlent

Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.



Samkeppniseftirlið greindi frá ákvörðun sinni í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og Lundúna hins vegar. Þetta er ekki í fyrsta sinn

Iceland

Brotið sem tekið var fyrir í dag átti sér stað árið 2004 þegar Icelandair bauð netfargjöld, svokallaða Netsmelli að upphæð 16.900 kr., í miklu magni til umræddra áfangastaða á verði sem ekki stóð undir kostnaði. Um er að ræða skaðlega undirverðlagningu í skilningi samkeppnislaga. Icelandair bauð umrædd ólögmæt netfargjöld u.þ.b. einu ári eftir að Iceland Express hóf áætlunarflug á milli umræddra áfangastaða í samkeppni við Icelandair. Þá á Icelandair að hafa notað hagnað vegna sölu á dýrari fargjöldum, til að greiða netfargjöld í samkeppni við Iceland Express. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir flugfélagið ósammála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að þá hafi Icelandair farið eftir fyrirmælum yfirvalda varðandi netsmellina og úrskurður Samkeppniseftirlitssins í dag sé þvert á það sem flugfélagið taldi rétt að gera. Hann segir alvarlegt að brjóta samkeppnislög tvö ár í röð ef rétt reynist en áfrýjunarnefnd skeri úr um það.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×