Erlent

ESB heimtar sjóliða lausa

Ein kona er meðal bresku sjóliðanna.
Ein kona er meðal bresku sjóliðanna.

Evrópusambandið hefur krafist þess að Íranar sleppi fimmtán breskum sjóliðum þegar úr haldi. Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur sagði fréttamönnum að Írönum hafi verið gerð grein fyrir því að þetta væri óásættanlegt. Sjóliðarnir hefðu verið í Íraskri landhelgi og ekki sé hægt að koma fram við fanga eins og þeir hafi gert.

Fangarnir hafa verið sýndir í írönsku sjónvarpi þar sem þeir eru látnir lesa upp yfirlýsingar um að þeir hafi verið í íranskri lögsögu. Þeir lýsa iðrun og biðjast afsökunar á gerðum sínum. Bréf frá þeim, í sömu veru, hafa verið birt.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekkert sé að marka þennan fréttaflutning Írana. Líta beri á málið út frá þeirri aðstöðu sem sjóliðarnir séu í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×