Viðskipti innlent

Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári

Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári.

Inni í taprekstri Rarik eru gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar vegna breytinga á forsendum uppgjörs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna  er nema 525,2 milljónum króna.

Í uppgjörinu, sem nær yfir síðustu fimm mánuði síðasta árs kemur fram að rekstrartekjur Rarik ofh hafi numið 2.838 milljónum króna. Rekstrartekjur Rafmagnsveitna ríkisins á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí 2006 námu hins vegar 3.835 milljónum króna. Samanlagt námu tekjurnar því 6.673 milljónum króna á árinu öllu. Til samanburðar námu rekstrartekjur Rafmagnsveitna ríkisins 7.511 milljónum árið 2005.

Heildareignir Rarik námu 23.039 milljónum króna en heildarskuldi 8.855 milljónum. Eigið fé í árslok nam 14.184  milljónum króna og var eiginfjárhlutfall í lok árs 62 prósent.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=37257" target="new_">Uppgjör Rarik ohf</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×