Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005.

Undir Olíufélagið heyra dótturfélögin Olíudreifing og Egó.

Hagnaður Olíufélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.457,6 milljónum króna á árinu.

Veltufé frá rekstri nam 1.107,7 milljónum króna samanborið við 1.129,3 milljónir árið á undan. Í lok desember 2006 var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 27,76%.

Rekstrartekjur Olíufélagsins og dótturfélaga þess námu 24.136 milljónum króna samanborið við 20.574 milljónir króna árið á undan.

Hreinar rekstrartekjur hækka um 509 milljónir króna frá fyrra ári og nema 5.641 milljónum. Rekstargjöld án afskrifta og leigugjalda nema 3.648 milljónum króna sem er 339 milljónum meira en árið á undan.

Eigið fé Olíufélagsins nam 6.842 milljónum króna í lok ársins samanborið við 3.689 milljónum árið á undan.

Uppgjör Olíufélagsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×