Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu 28. mars 2007 18:30 Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira