Innlent

Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað

Mávar á Reykjavíkurtjörn.
Mávar á Reykjavíkurtjörn. MYND/Valgarður

Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis.

Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land. Reynslan af eitrinu var afar slæm og mörg dæmi um ömurlega aðkomu að fuglunum.

Í yfirlýsingu telur Fuglavernd fráleitt að hefja slátrun sílamáva með þessum hætti að nýju. Fuglarnir valdi ekki það miklum usla að aðrar aðferðir dugi ekki.

Fuglavernd skorar á umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að leyfið verði umsvifalaust afturkallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×