Innlent

Ósátt við ráðstöfun fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra

Formaður félags eldri borgara í Reykjavík er ósáttur við að Framkvæmdasjóður aldraðra greiði fyrir tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir einnig miklu brýnna að nota fé sjóðsins í uppbyggingu hjúkrunar- og dagvistunarrýma en í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða.

Landsamband eldri borgara sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að misskilnings hefði gætt í bréfi sambandsins til heilbrigðisráðherra þann fimmta mars síðastliðinn. Misskilningurinn fólst í því að sambandið taldi að Samráðsnefnd um málefni aldraðra hefði ekki fjallað um tilraunaverkefni Heilbrigðisráðuneytisins sem Framkvæmdasjóður aldraðra átti að greiða fyrir. Landsambandið hefur nú tekið þetta til baka en er engu að síður alfarið á móti verkefninu Margrét Margeirsdóttir formaður félags eldri borgara í Reykjavík er stjórnarmaður í Landsambandinu.

Margét segist ósátt við að Framkvæmdasjóðurinn greiði 6,6 fyrir tilraunaverkefni ráðuneytisins. Það gengur út á upplýsinga og ráðgjafaþjónustu við aldraða sem á að hafa bækistöðvar í Landsambandi eldri borgara.

Þá nefnir Margrét sérstaklega þann fjölda eldri borgara sem bíði eftir hjúkrunar-og dagvistarrýmum. Margrét er ósátt við hvernig staðið hefur verið að málinu frá upphafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×