Woods vann í Miami í sjötta sinn 26. mars 2007 12:30 Tiger Woods er langbesti kylfingur heims. MYND/Getty Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Woods var í vandræðum með stutta spilið í Miami í gær og missti nokkur pútt sem fyrirfram höfðu talist afar auðveld. Brett Wetterich gerði harða atlögu að Woods um tíma en varð að sætta sig við annað sætið að lokum eftir að hafa leikið hringana fjóra á alls 8 höggum undir pari, tveimur höggum meira en Woods. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar á CA mótinu og hans 56. sigur í PGA-mótaröðinni frá upphafi. “Aðstæður í dag gerðu mér erfitt fyrir og slæmt gengi mitt reyndi á þolinmæðina. Vindurinn var erfiður og ég átti erfitt með að átta mig á stefnu boltans. Sem betur fer hafðist þetta þó,” sagði Woods eftir að hafa tekið á móti sigurlaunum sínum. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Woods var í vandræðum með stutta spilið í Miami í gær og missti nokkur pútt sem fyrirfram höfðu talist afar auðveld. Brett Wetterich gerði harða atlögu að Woods um tíma en varð að sætta sig við annað sætið að lokum eftir að hafa leikið hringana fjóra á alls 8 höggum undir pari, tveimur höggum meira en Woods. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar á CA mótinu og hans 56. sigur í PGA-mótaröðinni frá upphafi. “Aðstæður í dag gerðu mér erfitt fyrir og slæmt gengi mitt reyndi á þolinmæðina. Vindurinn var erfiður og ég átti erfitt með að átta mig á stefnu boltans. Sem betur fer hafðist þetta þó,” sagði Woods eftir að hafa tekið á móti sigurlaunum sínum.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira