Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF 25. mars 2007 12:02 Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira