Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð 24. mars 2007 11:06 Kobe Bryant er kóngurinn í LA um þessar mundir. MYND/Getty Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig. NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig.
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira