Innlent

Lögregluhundur fann fíkniefni í bíl

Lögregluhundurinn Skolli með Þorsteini Hraundal lögreglumanni.
Lögregluhundurinn Skolli með Þorsteini Hraundal lögreglumanni. MYND/GVA

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austuhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla fann tvö grömm af ætluðu amfetamíni í fórum hans. Í framhaldinu leituðu var leitað í bíl mannsins. Lögregluhundur fann þá um 30 grömm af sama efni sem falið hafði verið í bifreiðinni. Á heimili mannsins fundust einnig tæki og áhöld til neyslu og dreifingar á fíkniefnum.

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrítugur karlmaður var tekinn í Hafnarfirði grunaður um fíkniefnamisferli í gærkvöldi. Karlmaður á sextugsaldri var einnig tekinn á svipuðum tíma í miðborginni.

Í hádeginu voru þrír karlmenn og ein kona handtekin í íbúðarhúsi í miðborginni. Ætluð fíkniefni, vopn og munir sem taldir eru vera þýfi fundust á staðnum. Við leitina þefaði annar lögregluhundur upp fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×