Viðskipti innlent

Fljótsdalshérað með 246 milljóna rekstrarafgang

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum.

Fljótsdalshérað var rekið með 246 milljóna króna rekstrarafgangi í fyrra samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta stofnanir sveitarfélagsins, að því er fram kemur í uppgjör héraðsins. Afkoma A-hluta var jákvæð um 237 milljónir króna.

Þetta er tæplega 202 milljónum meira en áætlanir sveitarfélagsins gerðu ráð fyrir.

Í uppgjörinum kemur fram að fyrir fjármagnsliði hafi rekstrarniðurstaða A og B hluta verið jákvæð um 393 milljónir króna á 354 milljónum króna í A hluta.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.248 milljónum króna samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.993 milljónum króna.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 1.854 milljónum króna í samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af voru rekstrargjöld A hluta 1.639 milljónir króna, að því segir í uppgjörinu.

Eigið fé sveitarfélagsins nam 1.312 milljónum króna í lok síðasta árs samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 1.111 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 30 prósentum í 33 prósent og í A hluta úr 34 prósent í 38 prósentum á tímabilinu.

Í byrjun desember í fyrra voru íbúar Fljótsdalshéraðs 4.644 talsins og fjölgaði þeim um 18,9 prósent á árinu. Skuldir og skuldbindingar á íbúa í A hluta sveitarsjóðs lækkuðu um 48 þúsund krónur á árinu og námu í árslok 386 þúsundum króna. Eignir á íbúa lækkuðu á sama tíma um 33 þúsund króna á íbúa og námu 626 þúsund krónum á mann.

Uppgjör Fljótsdalshéraðs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×