Lík hermanna vanvirt 21. mars 2007 18:45 Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. Ólgan í Sómalíu hefur farið stigvaxandi undanfarna þrjá mánuði eða allt frá því að sómalski stjórnarherinn, með aðstoð eþíópískra hersveita, flæmdi á brott hið svonefnda íslamska dómstólaráð sem lagt hafði undir sig stærstan hluta landsins. Uppreisnarmennirnir virðast hafa náð vopnum sínum á ný því árásir þeirra eru orðnar tíðari og markvissari. Nokkrir tugir manna liggja í valnum eftir átök liðinna vikna og talið er að 40.000 manns hafi flúið höfuðborgina Mogadishu. Í morgun náði svo ófriðurinn nýjum hæðum þegar hermenn réðust á bækistöðvar uppreisnarmanna í miðri höfuðborginni. Að minnsta kosti fimmtán féllu í bardögunum og 36 særðust. Óhugnanlegar myndir voru teknar af því þegar kveikt var í líkum tveggja hermanna og þau dregin um götur borgarinnar, illvirki sem minntu óneitanlega á þegar farið var með lík bandarískra hermanna á svipaðan hátt í borginni árið 1993. Átökin í dag koma í kjölfar sprengjuárása uppreisnarmanna í höfuðborginni í gær en fimm létu lífið í þeim. 1.200 friðargæsluliðar Afríkusambandsins sem eru í Mogadishu virðast fá lítið við ástandið ráðið og vandséð er hvernig hægt verður að halda friðarráðstefnu í borgini í næsta mánuði eins og stefnt er að. Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. Ólgan í Sómalíu hefur farið stigvaxandi undanfarna þrjá mánuði eða allt frá því að sómalski stjórnarherinn, með aðstoð eþíópískra hersveita, flæmdi á brott hið svonefnda íslamska dómstólaráð sem lagt hafði undir sig stærstan hluta landsins. Uppreisnarmennirnir virðast hafa náð vopnum sínum á ný því árásir þeirra eru orðnar tíðari og markvissari. Nokkrir tugir manna liggja í valnum eftir átök liðinna vikna og talið er að 40.000 manns hafi flúið höfuðborgina Mogadishu. Í morgun náði svo ófriðurinn nýjum hæðum þegar hermenn réðust á bækistöðvar uppreisnarmanna í miðri höfuðborginni. Að minnsta kosti fimmtán féllu í bardögunum og 36 særðust. Óhugnanlegar myndir voru teknar af því þegar kveikt var í líkum tveggja hermanna og þau dregin um götur borgarinnar, illvirki sem minntu óneitanlega á þegar farið var með lík bandarískra hermanna á svipaðan hátt í borginni árið 1993. Átökin í dag koma í kjölfar sprengjuárása uppreisnarmanna í höfuðborginni í gær en fimm létu lífið í þeim. 1.200 friðargæsluliðar Afríkusambandsins sem eru í Mogadishu virðast fá lítið við ástandið ráðið og vandséð er hvernig hægt verður að halda friðarráðstefnu í borgini í næsta mánuði eins og stefnt er að.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira