Viðskipti erlent

Hráolíubirgðir minnkuðu sjöttu vikuna í röð

Heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Hráolíubirgðir drógust hins vegar saman meira en greiniendur höfðu gert ráð fyrir, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem kom út í dag. Samdráttur hráolíubirgðanna oll verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði.

Heildarolíubirgðir Bandaríkjanna jukust um fjórar milljónir tunna á milli vikna og nema nú 329,3 milljónum tunna. Þetta er talsvert meira en greinendur gerðu ráð fyrir en þeir höfðu spáð því að birgðirnar myndu aukast um 1,4 milljónir tunna.

Hráolíubirgðir Bandaríkjamanna minnkuðu á sama tíma um 3,4 milljón tunnur á milli vikna og nema nú 210,5 milljónum tunna. Viðskiptatímaritið BusinessWeek hefur hins vegar eftir greinendum, að þeir hefðu spáð því að birgðirnar myndu minnka um 1,6 milljónir tunna.

Þetta er sjötta vikan í röð sem hráolíbirgðir dragast saman í Bandaríkjunum.

Verð á hráolíu hækkaði um 45 sent á markaði í Bandaríkjunum í dag og stendur nú í 59,70 bandaríkjadölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×