Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu 20. mars 2007 12:00 Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. Skipulagðar hafa verið lóðir undir um 1900 íbúðir í Reykjanesbæ sem nú telur um 12.000 manns. Til að manna allar þessar íbúðir þyrfti bæjarbúum að fjölga um 30%. Fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, sagði í fréttum okkar í gær að bæjarbúar hefðu verið kjaftaðir upp í gullgrafaraæði og margir sætu uppi með óseldar eignir. Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, sagði hins vegar að bærinn væri eingöngu að svara eftirspurn eftir lóðum. Sigurður Kristinn Jónsson byggingarmeistari hefur verið í bransanum í um hálfa öld. Hann er með sex raðhús og fjórar íbúðir í parhúsum óseldar. Hann er þó hvergi banginn og hefur engar áhyggjur af sölu á sínum íbúðum né hinum nítjánhundruð sem eru ýmist nýseldar eða væntanlegar á markað. Dragist salan, geti það þó orðið dýrt. "Stundum selur maður strax og stundum getur þetta tekið svona hálft ár og það er svolítið dýrt að liggja með það á þessum vöxtum sem eru í gangi núna." Hann óttast ekki að fasteignaverð lækki þótt framboðið sé mikið. "Þetta er uppgangspláss. Þetta á eftir að stækka geysilega mikið. Við höfum góðan stýrimann, Árna Sigfússon, hann keyrir þetta áfram af mikilli fagmennsku." Áskell Agnarsson verktaki er að reisa blokk við höfnina í Keflavík og er byrjaður að grafa fyrir næstu. Hann hefur ekki áhyggjur af sölu íbúðanna. "Hér er fólk búið að skrifa sig á allar þessar íbúðir sem eru komnar hér upp núna. Og meira að segja farið að skrifa sig á hús sem er ekki farið að sjást hér ennþá." Áskell fagnar lóðaúthlutunum bæjarins og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira