Viðskipti innlent

Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand

Storebrand.
Storebrand.

Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn.

Gengi Storebrand stendur í 94,1 norskri krónu, eða 1.039 íslenskum krónum, á hlut.

Fréttaveita Bloomberg hefur eftir talsmanni Kaupþings að bankinn hafi enn sem komið er ekki nýtt sér heimildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×