Innlent

Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða.

Atvik sem þetta er fjarri því að vera einsdæmi en annað slíkt kom upp á sama stað á laugardag. Þar áttu í hlut tvær konur á þrítugsaldri en þær eru grunaðar um að hafa keypt áfengi fyrir þrjú ungmenni sem eru á aldrinum 16-19 ára. Það mál er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×