Innlent

Jarðýta valt

Ökumann jarðýtunnar sakaði ekki.
Ökumann jarðýtunnar sakaði ekki. MYND/Erlendur Guðmundsson

Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist.

„Ökumaður ýtunnar meiddist ekkert þegar hún valt. Ýtan sjálf var líka óskemmd og lítið mál er að laga kantinn sem gaf sig." sagði Guðmundur. Háfell sér um vinnu við göngin í samvinnu við tékkneska fyrirtækið Metrostav.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×