Innlent

94 umferðaróhöpp um helgina

Lögregla við umferðareftirlit.
Lögregla við umferðareftirlit. MYND/Haraldur
94 voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild.

Þá voru 22 ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur um helgina. 12 voru stöðvaðir í Reykjavík, sjö í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Þetta voru 17 karlmenn og fimm konur. Þá var 18 ára piltur tekinn fyrir að aka undir áhrifum lyfja.

30 ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur um helgina en helmingur þeirra ók á yfir 100 km hraða. Ökumennirnir voru stöðvaðir víðsvegar um umdæmið, á Reykjanesbraut, Eiðisgranda, Fífuhvammsvegi, Gullinbrú, Hafnarfjarðarvegi, Bæjarbraut, Kringlumýrarbraut, Nýbýlavegi, Vesturlandsvegi og Sæbraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×