Innlent

Feginn lokum aðalmeðferðar

Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi ásamt Gesti Jónssyni lögmanni við upphaf aðalmeðferðar.
Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi ásamt Gesti Jónssyni lögmanni við upphaf aðalmeðferðar. MYND/GVA

Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku.

Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna.

Þá sagði Jón Ásgeir að hann væri enn sannfærðari nú en áður um að málið væri af pólitískum toga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×