Innlent

Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni

,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands.

Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað verður um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá að lækkunin tók gildi hafa áhrif á verðbólgu verið minni en búist var við.

Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna flytja erindi. Rætt verður um afleiðingar á rekstrarútgjöldum ríkissjóðs og eftirlit með lækkunum.

Fundurinn verður haldinn í sal 1 á Nordica Hótel og hefst klukkan 8:15. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×