Enn ein sýningin hjá Kobe Bryant 19. mars 2007 03:12 Kobe Bryant keyrir hér framhjá Kevin Garnett hjá Minnesota í leik liðanna í nótt NordicPhotos/GettyImages Kobe Bryant olli ekki aðdáendum sínum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hann skoraði 50 stig fyrir LA Lakers í 109-102 sigri liðsins á Minnesota í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Orlando stöðvaði sigurgöngu Miami og Houston burstaði Philadelpha með 50 stiga mun á útivelli. Lakers missti niður 17 stiga forskot í síðari hálfleiknum gegn Minnesota en þá tók Bryant til sinna ráða á ný. Þeir Luke Walton og Lamar Odom áttu einnig frábæran leik fyrir Lakers. Odom skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Walton skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Minnesota tapaði 10. útileiknum í röð. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir liðið og Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í 44 ár sem leikmaður Lakers skorar 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð, en það var hinn magnaði Elgin Baylor sem afrekaði það síðast - og þá í þremur leikjum í röð. Aðeins Antawn Jamison og Allen Iverson hafa skorað 50+ stig í tveimur leikjum í röð á síðasta áratug. Jamison, sem nú leikur með Washington, gerði það með Golden State árið 2000 og Iverson, sem nú leikur með Denver, gerði það með Philadelphia árið 2004.Orlando stöðvaði óvænt níu leikja sigurgöngu granna sinna í Miami með 97-83 útisigri. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Shaquille O´Neal skoraði 20 stig fyrir Miami, sem var án Gary Payton í leiknum - auk þeirra Dwyane Wade og Jason Kapono. Miami hafði unnið 14 heimaleiki í röð og tapið í gær var aðeins annað tap liðsins á heimavelli í þeim 42 leikjum sem liðið hefur spilað þar í febrúar- og marsmánuðum síðan Shaquille O´Neal gekk í raðir liðsins fyrir þremur árum. Houston valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-74. Þetta var stærsti útisigur í sögu Houston og stærsta tap Philadelphia í sögunni. Philadelphia hafði fyrir leikinn verið eitt heitasta liðið í deildinni hafði sigrað í 8 af 10 síðustu leikjum sínum, en Houston átti leikinn í gær á öllum sviðum körfuboltans. Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady skoraði 21 stig. Kyle Korver skoraði 17 stig fyrir Philadelphia, sem tapaði fyrri leiknum við Houston líka mjög stórt og var á kafla meira en 40 stigum undir í þeim leik sem endaði með 105-84 fyrir Houston.New Jersey lagði LA Clippers 101-95 á heimavelli og hélt í vonina um að ná sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 6 boltum fyrir New Jersey - en Cuttino Mobley skoraði 27 stig fyrir Clippers.Loks vann Seattle góðan sigur á Portland í einvígi liðanna í norðvestrinu 95-77, þar sem Seattle tryggði sigurinn með 28-16 rispu í fjórða leikhlutanum. Rashard Lewis skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Seattle, en Zach Randolph skoraði 16 stig fyrir Portland. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í NBA í gærkvöldi þar sem New York lagði Toronto á heimavelli og Dallas skellti Detroit á útivelli, en nánar var greint frá því hér á Vísi í gærkvöld. NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Kobe Bryant olli ekki aðdáendum sínum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hann skoraði 50 stig fyrir LA Lakers í 109-102 sigri liðsins á Minnesota í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Orlando stöðvaði sigurgöngu Miami og Houston burstaði Philadelpha með 50 stiga mun á útivelli. Lakers missti niður 17 stiga forskot í síðari hálfleiknum gegn Minnesota en þá tók Bryant til sinna ráða á ný. Þeir Luke Walton og Lamar Odom áttu einnig frábæran leik fyrir Lakers. Odom skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Walton skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Minnesota tapaði 10. útileiknum í röð. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir liðið og Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í 44 ár sem leikmaður Lakers skorar 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð, en það var hinn magnaði Elgin Baylor sem afrekaði það síðast - og þá í þremur leikjum í röð. Aðeins Antawn Jamison og Allen Iverson hafa skorað 50+ stig í tveimur leikjum í röð á síðasta áratug. Jamison, sem nú leikur með Washington, gerði það með Golden State árið 2000 og Iverson, sem nú leikur með Denver, gerði það með Philadelphia árið 2004.Orlando stöðvaði óvænt níu leikja sigurgöngu granna sinna í Miami með 97-83 útisigri. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Shaquille O´Neal skoraði 20 stig fyrir Miami, sem var án Gary Payton í leiknum - auk þeirra Dwyane Wade og Jason Kapono. Miami hafði unnið 14 heimaleiki í röð og tapið í gær var aðeins annað tap liðsins á heimavelli í þeim 42 leikjum sem liðið hefur spilað þar í febrúar- og marsmánuðum síðan Shaquille O´Neal gekk í raðir liðsins fyrir þremur árum. Houston valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-74. Þetta var stærsti útisigur í sögu Houston og stærsta tap Philadelphia í sögunni. Philadelphia hafði fyrir leikinn verið eitt heitasta liðið í deildinni hafði sigrað í 8 af 10 síðustu leikjum sínum, en Houston átti leikinn í gær á öllum sviðum körfuboltans. Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady skoraði 21 stig. Kyle Korver skoraði 17 stig fyrir Philadelphia, sem tapaði fyrri leiknum við Houston líka mjög stórt og var á kafla meira en 40 stigum undir í þeim leik sem endaði með 105-84 fyrir Houston.New Jersey lagði LA Clippers 101-95 á heimavelli og hélt í vonina um að ná sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 6 boltum fyrir New Jersey - en Cuttino Mobley skoraði 27 stig fyrir Clippers.Loks vann Seattle góðan sigur á Portland í einvígi liðanna í norðvestrinu 95-77, þar sem Seattle tryggði sigurinn með 28-16 rispu í fjórða leikhlutanum. Rashard Lewis skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Seattle, en Zach Randolph skoraði 16 stig fyrir Portland. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í NBA í gærkvöldi þar sem New York lagði Toronto á heimavelli og Dallas skellti Detroit á útivelli, en nánar var greint frá því hér á Vísi í gærkvöld.
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira