Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational 18. mars 2007 22:37 Vijay Singh NordicPhotos/GettyImages Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira