Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational 18. mars 2007 22:37 Vijay Singh NordicPhotos/GettyImages Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti. Rocco Mediate varð annar á mótinu á sex höggum undir pari en hann lauk keppni á 67 höggum í kvöld eins og Singh, sem er í efsta sæti peningalistans það sem af er ári með 2,6 milljónir dollara í vasanum. Tiger Woods bauð upp á dramatík á lokahringnum eins og svo oft áður, en í þetta sinn var það ekki fyrir glæsitilþrif. Woods lenti í miklum vandræðum á síðustu 9 holunum og sló m.a. boltanum í vatn. Hann lék síðari níu holurnar á 43 höggum og 76 högg hans í dag voru slakasti árangur hans á PGA mótaröðinni í fjögur ár. Woods hafnaði í 22. sæti og endaði þar með hrinu 13. móta í röð þar sem hann endar inni á topp 10. Hann lét sig hverfa af mótsvæðinu í kvöld án þess að ræða við fréttamenn.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira