Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra 18. mars 2007 12:19 Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv. Fréttir Innlent Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv.
Fréttir Innlent Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir