Innlent

Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda

Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi, vilji þjóðin halda góðri tannheilsu.



Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var greint frá nýrri rannsókn Lýðheilsustöðvar og Heilsugæslustöðva sem sýndi að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu 10 árum. Tannskemmdir eru nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Þá eru börn lágtekjufólks með tvöfalt fleiri skemmdir í tönnum en börn hátekjufólks. Fréttastofa ræddi við tannlækni í gær sem hafði þurft að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni vegna skemmda.

Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart, tannlæknar hafi varað við þessu í mörg ár. Styrkirnir til niðurgreiðslu tannlækninga hafi farið hríðlækkandi síðustu ár og það bitni mest á lágtekjufólki. Sigurjón segir að tannheilsa íslenskra barna hafi verið miklu betri fyrir 10 árum í samanburði við hin Norðurlöndin. Hið opinbera sjái um að veita fé í þessi mál og það sé undir þeim komið að auka fjárframlögin til þessa málaflokks, vilji fólk halda góðri tannheilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×