Innlent

Kenna stjórnarandstöðunni um

Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna.

Andrúmsloftið var rafmagnað á þinginu í gærkvöldi eftir að ljóst var að frumvarp um þjóðareign á auðlindum yrði dregið til baka. Við upphaf þingfundar ætlaði allt um koll að keyra. Forseti þurfti hvað eftir annað að kalla eftir því að fá hljóð í salinn

Geir H. Haarde segir að aldrei hafi staðið annað til en efna þennan hluta stjórnarsáttmálans. Tilraunin hafi hinsvegar mistekist. Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi milli formanna flokkanna um hvaða málum eigi að fórna, til að hægt sé að fresta þingi fram að kosningum. Þingflokksformenn ætla að funda um kvöldmatarleytið, en stefnt er að þingfrestun eigi síðar en um miðjan dag á morgun en óvíst að það takist.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×