Innlent

Reykjavík tilnefnd sem markaðsskrifstofa Evrópu

Hlauparar við Reykjavíkurtjörn.
Hlauparar við Reykjavíkurtjörn. MYND/GVA

Höfuðborgarstofa, Visit Reykjavik, hefur verið tilnefnd til verðlauna um Evrópsku Markaðsskrifstofu ársins. Verðlaunin eru veitt af markaðsskrifstofu evrópskra borga. Auk höfuðborgarstofu eru markaðsskrifstofur Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Liverpool og Valencia tilnefndar.

Markmið verðlaunanna er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og fagmennsku í kynningu á borgunum sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn.

Dómnefnd tók sérstakt tillit til áherslu á að koma til móts við þarfir ferðamanna, vinna að sjálfbærri þróun ferðamála, sýna fram á skilvirka notkun fjármuna og mælanlegan árangur í starfi.

Í samtökunum sem tilnefna Höfuðborgarstofu eru 130 borgir frá 30 löndum og er tilnefningin því mikil viðurkenning á starfi ferðamála í Reykjavík.

Afhending verðlaunanna verður í Aþenu 13. júní næstkomandi.

 

http://www.visitreykjavik.is/

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×