Innlent

Lyfseðlafalsanir algengar

Landlæknir segist líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju.

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var greint frá því að þekktur geðlæknir átti að hafa ávísað á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils fyrir skömmu. Fréttastofa ræddi við móður fíkilsins sem krafðist þess að Landlæknisembættið hefði betra eftirlit með ávísunum lækna. Matthías Halldórson landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf þar sem krafist verður skýringa á þessum lyfjaútskriftum. Hann segir að samkvæmt lyfjagagnagrunni hafi verið um verulega stóran skammt að ræða fyrir einn einstakling.

Ef ekki sé um fölsun á lyfseðlinum að ræða gæti geðlæknirinn átt það á hættu að missa læknaleyfið. Matthías segir hins vegar algengt að fíkniefnaneytendur falsi lyfseðla til að verða sér út um lyf. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun berast stofnunini að meðaltali fimm tilkynningar um lyfseðlafalsanir á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×