Innlent

Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast

Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri.

Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston. Þannig bættust 40 verslanir við þær 30 sem áður höfðu selt íslensku mjólkurarurðirnar.

Auk skyrs selja verslanirnar íslenskt smjör og osta á borð við Höfðingja og Stóra-Dímon.

Bandaríkjamenn greiða töluvert hærra verð fyrir skyr en Íslendingar, eða um 200 krónur fyrir dósina, að því er segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni.

Hjá fyrirtækinu starfa á fimmta hundrað starfsmenn og það er í eigu um 700 bænda og fjölskyldna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×