Innlent

Þróunarsamvinna fær aukið vægi

Herra Ólafur Ragnar Grímsson setur málþingið í Norræna húsinu.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson setur málþingið í Norræna húsinu. MYND/Vilhelm

Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi í næstu viku. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum.

Yfirskrift málþingsins er „Frá hugsjónum til framkvæmda." Því er ætlað að vekja athygli á framlagi samtakanna til þróunarsamvinnu og skapa faglega umræðu um það flókna umhverfi sem mannúðarsamtök um heim allan starfa í.

Fyrirlesarar á þinginu eru starfsmenn samtakanna auk sérstaks gestafyrirlestara, Brians Pratt framkvæmdastjóra INTRAC, International NGO Training and Research Centre í Oxford á Englandi. Pallborðsumræður og fyrirspurnir taka svo við í lok þingsins.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands setur þingið, en Þórir Guðmundsson verður fundarstjóri.

Nánari upplýsingar er að finna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×