Innlent

Engin virk byggðastefna í landinu

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/Vísir

Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst.

Í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagvöxt eftir landshlutum segir að stjórnvöld hafa í áratugi reynt að efla landsbyggðina. En hver er árangurinn spyrja íbúar, ekki síst á Vestfjörðum samanber harðorðan fund nýverið á Ísafirði? Engin byggðastefna er rekin í landinu að mati sérfræðings við Háskólann á Akureyri.

Á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum var hagvöxtur á neikvæður sem nemur 6 prósentum á árunum 1998-2004 á meðan hagvöxtur á landinu öllu var um 30% og hátt í 40% á suðvesturhorninu.

Í fyrrnefndri skýrslu segir að á Vestfjörðum hafi verið sérlega dauft yfir atvinnulífi undanfarið. Þrjú ár af sex hafi framleiðsla á svæðinu dregist saman og árið 1999 hafi fiskveiðar dregist saman um hvorki meira né minna en fjórðung á Vestfjörðum.

Þetta þýðir að fólksfækkun frá Vestfjörðum er töluverð, þekkt vandamál sem til dæmis sveitirnar hér austan við í Þingeyjarsýslum glíma við. Ein lausnin sem nefnd er fyrir vestan er að Ísfirðingar fái nýjan háskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×