Innlent

„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra. MYND/Vísir

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um að standa saman að lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan yfirlýsingum.

Aðspurður sagði Jón auðlindamálið vera mikilvægt Framsóknarflokknum og að framkoma stjórnarandstöðunnar og Össurar Skarphéðinssonar hefði valdið Framsóknarmönnum miklum vonbrigðum.

„Þetta er mjög mikilvægt stefnu okkar Framsóknarmanna og verður það áfram." sagði hann. Spurður um hvort að Sjálfstæðismenn hafi sigrað í þessu máli sagðist Jón ekki kannast við það. „Ég kannast ekki við að það hafi verið átök á milli stjórnarflokkanna um málið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×