Innlent

Hætt við breytingu á auðlindaákvæði

Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu.

Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi þess að við meðferð málsins hefðu komið fram svo ólík sjónarmið meðal stjórnarmanna og sérfræðinga að ekki ynnist tími til að ljúka málinu. Stjórnarandstaðan gerði athugasemd við þessa málsmeðferð.

Össur Skarphéðinsson fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd sagði að þetta væri fullkomin sneypuför Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn stæðu uppi sem fullkomnir sigurvegarar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×