Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi 15. mars 2007 05:14 Steve Nash sækir hér að félaga sínum og andstæðingi Dirk Nowitzki. Flestir eru sammála um að þessir tveir hafi verið bestu leikmennirnir í NBA í vetur. NordicPhotos/GettyImages Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum