Innlent

Maður slasaðist þegar krani skekktist

Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum.

Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, en mennirnir voru í töluverðri hættu.

Stjórnandi kranans fékk áfallahjálp, en hann bar ábyrgð á því að færa körfuna til.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×