Innlent

Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs

MYND/Getty Images

Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu.

Samtökin segja sölu á tollkvótum geta þýtt allt að 500 milljón króna tekjur fyrir ríkissjóð sem væri ígildi tolls og hluti af innkaupsverði vöru. Samtökin fagna vilja Landbúnaðarráðuneytisins til að finna leiðir í að tryggja dreyfingu kvóta og aðgengi nýrra aðila án þess að til kvótasölu komi.

Samtökin telja miður að ráðuneytið fallist ekki á að afturkalla reglugerð um úthlutun á ostum og kjöti frá ESB sem stendur til að úthluta á næstu dögum. Verðlækkun þessara vara verður því ekki eins mikil og hún hefði orðið hefði tollkvótunum verið úthlutað án sölu.

SVÞ hvetja Landbúnaðarráðuneytið og ríkisstjórnina til að leita leiða til að lækka matvöruverð á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×