Innlent

Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar

Ragnar Árnason prófessor er einn höfunda ritsins.
Ragnar Árnason prófessor er einn höfunda ritsins.

Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

Ritið er hluti ritraðar fræðirita Rannsóknarmiðstöðvar við samfélags- og efnahagsmál RSE og gefið út af miðstöðinni og Bókafélaginu Uglu.

Höfundar eru Davíð Þorláksson lögfræðingur, Guðrún Gauksdóttir dósent, Ragnar Árnason prófessor, Sigurður Líndal prófessor, Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmndastjóri, en ritstjóri er Birgir Tjörvi Pétursson framkvæmdastjóri RSE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×