Innlent

Aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum rannsakaðar

Framganga lögreglu gagnvart mótmælendum við Kárahnjúka verður rannsökuð, nái ný þingsályktunartillaga fram að ganga á Alþingi. Meint harðræði gagnvart mótmælendunum í júlí og ágúst, árin 2005 og 2006, verði kannað auk tilefnislausra árása, handtöku og meintra símahlerana, svo eitthvað sé nefnt.

Þá verði einnig rannsakað sannleiksgildi orðróms um að lögreglan hafi stundað óheimila söfnun persónuupplýsinga og myndatökur sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi.

Starfshópinn skipi fulltrúar frá frá ýmsum sviðum laga og mannréttinda auk fulltrúa dómsmálaráðherra sem verði formaður hópsins. Niðurstöðu verði skilað fyrir 1. júlí 2007.

Flutningsmenn tillögunnar eru Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×