Viðskipti innlent

Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent

Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun
Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun Mynd/Vilhelm

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Þá kemur fram að útflutningur minnkaði um 6,4 prósent á milli ára á meðan innflutningur dróst lítillega saman, eða um 0,6 prósent. „Vegna

áframhaldandi halla í viðskiptum við útlönd reyndist vöxtur landsframleiðslu

nokkru minni en vöxtur þjóðarútgjalda, eða 2,5 prósent," að sögn Hagstofunnar, sem þó bendir á að óvenju miklar sveiflur hafi verið í innflutningi á rekstrarvörum til álframleiðslu. Sveiflurnar hafi verið langt umfram það sem skýrt verði með framleiðslubreytingum.

Hagtíðindi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×