Ferrari getur unnið án Schumachers 13. mars 2007 19:15 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið." Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið."
Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira