Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum. Í október 2005 var hann dæmdur í í níu mánaða fangelsi.

Dómnum þótti eðlilegt að árétta ævilanga sviptingu ökuréttar, en þetta er í annað sinn sem ökuleyfissviptingin er áréttuð frá því maðurinn missti bílprófið ævilangt í október árið 2004.

Þá var manninum einnig gert að greiða málsvarnarlaun og sakarkostnað upp á tæpar tvö hundruð þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×