Innlent

Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum

Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna, og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga.

Arnar hafnaði því einnig að lögreglan hefði einungis valið tölvupósta sem voru óhagstæðir sakborningum. Hann benti á að hugsanlega hefði verið hægt að ákæra fyrir fleiri atriði tengd meintum ólölgegum lánveitingum en það hefði ekki verið gert eftir að skýringar hefðu borist frá sakborningum og Baugi. Í því sambandi nefndi hann viðskipti Baugs og Gaums í tengslum við fyrirtækið Smárastein, tengt Smáralind. Skýringar sakborninga hefðu komið fram og því ekki ákært.

Arnar kannaðist við að hafa rætt við lögmann Tryggva Jónssonar, Andra Árnason, á fyrri stigum málsins um að staða hans yrði önnur ef hann ynni með lögreglunni. Hann sagðist hafa sagt Helga Jóhannessyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, það sama, að ef menn hefðu grun um að sakborningur segði ekki satt og rétt frá gæti það haft áhrif á stöðu hans í málinu.

Arnar kannaðist ekki við að Tryggva Jónssyni hefði verið haldið matarlausum í tæpan sólarhring þegar yfirheyrslur stóðu yfir honum í upphafi málsins. Hann sagði: „Það væru herfileg mistök ef svo hefði verið."

Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar spurði Arnar út í aðkomu hans að málinu í upphafi þess. Arnar sagði að Jón H.B. Snorrason hefði sagt sér að Jón Steinar Gunnlaugsson hefði haft samband við sig vegna skjólstæðings sem hefði ásakanir á hendur Baugi.

Eina aðkoma Arnars hafi verið sú að ákveða hver tæki skýrsluna af Jóni Gerald Sullenberger. Arnar var spurður hvort honum hefði verið kunnugt um að ákvörðun um að fara í húsleit 28. ágúst, vegna þess að lögreglu hafi verið kunnugt um umfjöllun Séð og heyrt um skemmtibátinn Thee Viking. Hann sagðist ekki vita það.

Þá var vísað í 500 síður sem Jón Gerald Sullenberger sendi lögreglu á faxi og varðaði einkamál milli hans og Jóns Ásgeirs í Bandaríkjunum. Arnar gat ekki svarað því af hverju þessi gögn voru send lögreglu, en sagði dæmi þess að embætti ríkislögreglustjóra fylgdist með málaferlum Íslendinga í útlöndum, þó svo hann gæti ekki nefnt dæmi.

 


Tengdar fréttir

Hatur og bókhaldsbrot

Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð.

Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður

Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Dró til baka meint samráð við Tryggva

Niels H. Morthensen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins SMS í Færeyjum, var fyrsta vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann dró til baka yfirlýsingu sem hann gaf áður í lögregluskýrslu um að hann og Tryggvi Jónsson hefðu haft samráð um hvernig útskýra ætti ríflega 46 milljóna króna kredityfirlýsingu sem SMS gaf út fyrir Baug og færð var í bókhald Baugs.

Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum

Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara

Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag.

Lystisnekkja eða skemmtibátur?

Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða.

Fullyrðingar um leka rangar

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tekur fram að fullyrðingar um að embættið hafi lekið upplýsingum um rannsókn á Baugsmálinu séu rangar.

Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum

Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmtibáta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku.

Færeyskir feðgar yfirheyrðir í Baugsmálinu

Yfirheyrslum yfir feðgunum Niels H. Mortesen og Hans Mortensen, framkvæmdastjórum færseyska fyrirtækisins SMS, í Baugsmálinu lauk nú fyrir hádegi en þeir voru spurðir um samskipti SMS og Baugs í tengslum við 16. ákærulið Baugsmálsins.

Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis.

Sakaður um ólöglega lántöku

Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun.

Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir.

Vilja að fallið verði frá einum ákærulið

Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu telja forsendur fyrir einum ákærulið brostnar eftir vitnisburð Jóns Geralds Sullenbergers. Sækjandi segist ekki ætla að falla frá ákæruliðnum. Jón Gerald segir Gaum aldrei hafa átt bát með sér.

Baugsmálið hafið að nýju

Í morgun hófust réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna endurákæru í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group var sá fyrsti sem kallaður var til yfirheyrslu af hinum þrem ákærðu, en hinir eru Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Búist er við að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri standi eitthvað fram eftir vikunni. Jón Gerald Sullenberger er nú ákærður í fyrsta skipti í málinu. Yfir eitt hundrað vitni verða auk þess yfirheyrð.

Ósamræmi í framburði

Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyrirtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmtibátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda.

Meiningarlausar spurningar saksóknara

Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.”

Jón Gerald telur brotið gegn sér

Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum:

Fækkað á vitnalista í Baugsmálinu

Málflutningi í Baugsmálinu svokallaða er lokið í dag en haldið verður áfram í fyrramálið. Eitthvað verður fækkað vitnalista, sem nú telur rúmlega 100 manns, en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið verður fækkað á listanum.

Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu

Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt.

Baugstölur teknar úr samhengi

Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf.

Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot

Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök.

Ekki áhugamaður um báta

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um.

Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga

Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga en tekist var á um tilteknar lánveitingar Baugs til Gaums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×