Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli 12. mars 2007 11:41 Frá leik Dallas og Lakers í nótt. MYND/Getty Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð. NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960. Lakers skoraði aðeins 11 stig gegn 31 frá Dallas í 2. leikhluta og segja má að úrslit leiksins hafi ráðist þá. Varnarleikur liðsins var feykiöflugur og átti Lakers engin svör. Lakers hefur nú tapað sex leikjum í röð. Sigurganga Dallas er sú 8. lengsta frá upphafi og hefur liðið nú jafnað sigurgöngu Phoenix frá því fyrr í vetur. "Það er engin afsökun fyrir okkar spilamennsku í dag. Við vorum einfaldlega lélegir," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. Josh Howard var öflugur í liði Dallas og skoraði 24 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19 stig. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers. Yao Ming skoraði 37 stig fyrir Houston sem lagði Orlando, 103-92. Grant Hill skoraði 17 stig fyrir Orlando. Udonis Haslem var hetja Miami þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Washington í þann mund sem lokaflautið gjall. Lokatölur urðu 106-104, meisturum Miami í vil, en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð. Eddia Jones skoraði 18 stig og Gary Payton 17 fyrir Miami. Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. Denver lagði Sacramento af velli 113-101. Allen Iverson skoraði 24 stig, gaf sjö stoðsendingar, hirti sex fráköst og stal fjórum boltum af andstæðingum sínum í leiknum. Carmelo Anthony var stigahæstur með 29 stig. Ron Artest spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sacramento eftir að hafa verið í nokkurra leikja banni og skoraði 17 stig. Þá skoraði LeBron James 26 stig þegar Cleveland vann sinn fimmta leik í röð. Í nótt var það Indiana sem lá í valnum, 99-88, og hefur liðið nú tapað níu leikjum í röð.
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum