Innlent

Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál

Frá fundi Framtíðarlandsins þar sem tekist var á um hugsanlegt framboð til Alþingis.
Frá fundi Framtíðarlandsins þar sem tekist var á um hugsanlegt framboð til Alþingis. MYND/Frikki
Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás.

Í tilkynningunni segir meðal annars að tæp 73% Íslendinga vilji að stjórnmálaflokkar hér á landi leggi meiri áherslu á umhverfismál. Benda þeir á aukið fylgi Vinstri hreyfingar Græns framboðs máli sínu til stuðnings.

Að lokum segja þeir að umhverfismál séu þverpólitískt málefni á Íslandi í dag og Framtíðarlandið muni leggja sitt af mörkum í aðdraganda komandi Alþingiskosninga til að um þau náist kjörkuð, ábyrg og afgerandi sátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×