Innlent

Fertugum er ekki allt fært

MYND/Guðmundur
Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.

Þá var karlmaður um fertugt handtekinn í gær eftir að hafa ekið ölvaður á tvo bíla í austurborginni og stungið af, en lögreglan hafði upp á honum. Og fertugir virðast hafa verið ölvaðir og iðnir í umferðinni í gær, því lögreglan í Reykjavík tók fertuga konu við leikskóla í gær sem grunuð er um ölvun við akstur, en hún var að sækja barn sitt á leikskólann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×