Innlent

Skíðasvæði opin um land allt

MYND/Vísir
Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið frá til tíu til sex í kvöld. Veðrið er skaplegt, suðvestan átt, átta metrar á sekúndu og frost. Búast má við því að það hvessi síðar í dag. í dag er opið í Eldborgargili í Bláfjöllum í fyrsta skipti í vetur en þar er æfinga- og keppnisaðstaða skíðafélaganna. Engin æfingaaðstaða hefur verið í vetur, en í dag verður æft frá tíu til tvö.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið frá tíu til fimm. Tveggja stiga frost er í fjallinu og norðvestan gola. Skíðasvæðið á Ísafirði er opið frá 10 til 17 í dag. Þar er ágætis færi. Hægur vindur er og þriggja gráðu frost. Á skíðasvæði Tindsstóls er allt opið 11 til 17. Hægviðri og fjögurra stiga frost.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×