Innlent

Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt

Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar.

Allir flokkar komu að endurskoðun jafnréttislsaga og drög að nýju jafnréttisfrumvarpi voru kynnt í gær. Bjarni Benediktsson var fulltrúi Sjálfstæðismanna í nefndinni. Hann skilaði fimm bókunum við frumvarpið. Hann vill ekki afnema launaleynd og segir sjálfstæðisflokkinn almennt á móti kynjakvótum. Auk þess gerði hann fyrirvara um sektarheimildir Jafnréttistofu, eins um heimildir hennar til að krefjast upplýsinga hjá fyrirtækjum fyrir kærunefnd jafnréttismála, um stækkun jafnréttisráðs og um skipun jafnréttisfulltrúa í hvert ráðuneyti.

Samfylkingin fagnar frumvarpsdrögum nefndarinnar og skorar á alla þingflokka að samþykkja frumvarpið - fyrir kosningar. En það stendur ekki til að leggja frumvarpið fram fyrr en í haust.

Talskona Feministafélagsins fagnar frumvarpinu. Hún hefði þó viljað sjá það ganga lengra. Ekki megi gleyma því að baráttan fyrir jöfnum launum hafi staðið síðan konur fóru að berjast fyrir kosningarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×