Erlent

Hyggjast skera útblástur niður um fimmtung

Leiðtogar Evrópusambandsins munu að líkindum samþykkja á leiðtogafundi sínum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung fyrir árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir trúverðugleika þess í húfi.

Grænn andi sveif yfir vötnum í Brussel í morgun þegar tveggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsins hófst. Strax við komuna á fundinn sló Angela Merkel kanslari Þýskalands tóninn en Þjóðverjar eru í forsæti ESB um þessar mundir.

Fyrir fundinn var búist við að samkomulag næðist um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti fimmtung miðað við árið 1990 fyrir árið 2020, jafnvel þriðjung ef tryggingar fást fyrir því að ríki á borð við Bandaríkin, Indland og Kína taki sig á í þessum efnum. Forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði trúverðugleika ESB í húfi.

Ekki er þó sjálfgefið að samkomulag um þessi mál náist á morgun því eftir á að útfæra hvernig samdrættinum verður háttað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×